Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáæltun 2017 - viðaukar.

Málsnúmer 1804039

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. apríl 2018 – Bæjarráð

Lagðir fram viðaukar 1, 2 og 3 við fjárhagsáætlun 2017. Viðauki 1 er fyrir 167 millj.kr. lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga vegna uppgreiðslu á viðbótarlífeyrisskuldbindingum við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga. Viðauki 2 er fyrir kaupum á bifreið fyrir Þjónustumiðstöðina á Patreksfirði, 2,5 millj.kr. og viðauki 3 er fyrir kaupum á hafnarkrana fyrir hafnir Vesturbyggðar, 4,8 millj.kr. Viðaukar 2 og 3 eru fjármagnaðir með handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1, 2 og 3 við fjárhagsáætlun 2017.
8. maí 2018 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 4 að upphæð 4,5 millj.kr. við fjárhagsáætlun 2018 vegna sérstakra viðhaldsverkefna á Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti. Viðaukinn er fjármagnaður með handbæru fé.
Bæjarráð samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2018.
17. júlí 2018 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 5 að upphæð 873 þúsund kr. við fjárhagsáætlun 2018 vegna hlutdeildar Vesturbyggðar í viðbótarlífeyrisskuldbindingum Minjasafni Egils Ólafssonar að Hnjóti. Viðaukinn er fjármagnaður með handbæru fé. Bæjarráð samþykkir viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2018.
24. júlí 2018 – Bæjarráð

Lagðir fyrir viðaukar 6,7 og 8 við fjárhagsáætlun 2018.

Viðauki 6 að fjárhæð kr. 13 milljónir vegna kostnaðar við hönnun og ráðgjöf við þjónustumiðstöð við Kamb. Viðaukanum er vísað til stjórnar Vestur-botns og einnig til stjórnar Fasteigna Vesturbyggðar.

Viðauki 7 að fjárhæð kr. 18,2 milljónir vegna kostnaðar við Tjarnarbraut 3 á Bíldudal. Viðaukinn er fjármagnaðar með lækkun fjárfestinga á fjárhagsáætlun, Vatneyrarbúð 10 milljónir og vaðlaug á Bíldudal 8 milljónir.

Viðauki 8 að fjárhæð kr. 4,5 milljónir við fjárhagsáætlun 2018 vegna sáttar í máli Sigríðar Guðbjartsdóttur. Viðaukinn er fjármagnaðar með lántöku.
9. ágúst 2018 – Bæjarráð

Lagður fyrir viðauki 9. að fjárhæð 1,680 milljónir við fjárhagsáætlun 2018 vegna kaupa á bifreið fyrir starfsmann vatns-og fráveitu, fjármagnað með lækkun fjárfestinga, lögn í Mikladal Patreksfirði.
22. ágúst 2018 – Bæjarráð

Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
9. október 2018 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 10 að upphæð 39,2 millj.kr millj.kr. við fjárhagsáætlun 2018 vegna framkvæmda við Aðalstræti 75, 38 millj,kr og uppkaupa á lóð Aðalstræti 51a 1,23 millj.kr.

Viðaukinn er fjármagnaður með lækkun eftirfarandi fjárfestinga:
Lækkun fjárfestinga 7.000.000 Sparkvöllur við PatreksskólaLækkun fjárfestinga 1.500.000 Tenging á milli Aðalstrætis og Króks, frestun framkvæmda til 2019
Lækkun fjárfestinga 1.000.000 Staðsetning tjaldsvæðis vegna aðalskipulagsvinnu.
Lækkun fjárfestinga 4.500.000 Kantsteinar við göngustíg á Strandgötu, Bala, Skor o.fl., frestun framkvæmda til 2019.
Lækkun fjárfestinga 3.000.000 Kantsteinar á Bíldudal við Strandgötu, íþróttahús o.fl., frestun framkvæmda til 2019.
Lækkun fjárfestinga 5.000.000 Gilsbakki-Arnarbakki o.fl.
Lækkun fjárfestinga 2.500.000 Endurnýjun klæðningar á Hóla.
Lækkun fjárfestinga 3.400.000 Langahlíð o.fl.
Lækkun fjárfestinga 9.030.000 Gangstéttir við Aðalstræti, Brunna, Bala, Sigtún o.fl., frestun framkvæmda til 2019

og hækkun tekna 2.300.000 Baldurhagi, skilrúm WC í félagsheimili

Bæjarráð samþykkir viðauka 10 við fjárhagsáætlun 2018.
22. október 2018 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð 1.455.000.- kr vegna kaupa á bifreið fyrir Patrekshöfn.

Hafnar- og atvinnumálaráð samþykkir viðaukann.