Hoppa yfir valmynd

Sorphirða í Vesturbyggð - samningar.

Málsnúmer 1805024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

31. júlí 2018 – Bæjarráð

Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar og Þórir Sveinsson skrifstofustjóri sátu fundinn undir þessum lið.
Lagður fyrir tölvupóstur dagss. 23.05.2018 frá Gunnari Bragasyni framkvæmdastjóra Gámaþjónustunnar hf. varðandi uppsögn á sorphirðusamningi aðila. Lögð fyrir samantekt unnin af skrifstofustjóra um sorphirðu í sveitarfélaginu. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
11. september 2018 – Bæjarráð

Elfar Steinn Karlsson fór yfir með bæjarráði stöðu vinnu við útboð á sorphirðu fyrir sveitarfélagið.
Jafnframt var tekin fyrir tölvupóstur dagss. 3. sept frá Tálknafjarðarhreppi þar sem kannað var hvort Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð ættu að hafa samstarf um útboð vegna sorpmála.
Afgreiðslu máls frestað.
9. október 2018 – Bæjarráð

Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar og Þórir Sveinsson skrifstofustjóri fóru yfir með bæjarráði stöðu vinnu við útboð á sorphirðu fyrir sveitarfélagið.
13. nóvember 2018 – Bæjarráð

Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri og Elfar Steinn Karlsson forstöðumaður tæknideildar fóru yfir með bæjarráði stöðu vinnu við útboð á sorphirðu fyrir sveitarfélagið. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.
4. desember 2018 – Bæjarráð

Bæjarstjóri rakti umræður á fundi með Gámaþjónustu Vestfjarða 19. nóvember sl. þar sem rætt var um uppsögn Vesturbyggðar á verksamningi við Gámaþjónustu Vestfjarða, samninga um blátunnuefni og skyldur samkvæmt samningunum. Þá fór Bæjarstjóri sérstaklega yfir málefni sem snúa að flokkun á timbri og förgun þess í sveitarfélaginu.

Bæjarstjóra falið að ganga frá drögum að samkomulagi við Gámaþjónustu Vestfjarða vegna sorphirðu í Vesturbyggð fyrir árið 2019 og til ágúst 2020 eða þar til lokið er við vinnu útboðs vegna sorphirðu fyrir sveitarfélagið.
9. janúar 2019 – Bæjarráð

Lagt fram samkomulag dags. 17. des sl. þar sem Vesturbyggð og Gámaþjónusta Vestfjarða gera með sér samkomulag um áframhaldandi þjónustu til 31. ágúst 2020 á meðan unnið verður að útboði á sorphirðu í Vesturbyggð. Bæjarráð staðfestir samkomulagið.