Hoppa yfir valmynd

Umsókn um stækkun lóðar við Arnarholt, Barðaströnd.

Málsnúmer 1806001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. júní 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn Óðins G. Gunnarssonar. Í umsókninni er sótt um stækkun lóðar við Arnarholt á Krossholtum, 451 Vesturbyggð. Sótt er um 900m2 stækkun lóðar til vesturs, stækkunina á að nota til uppgræðslu og trjáræktar.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að stækkunin verði samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa grenndarkynningu.




7. desember 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Langholts-Krossholts, lóðarstækkun.

Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 5. september til 26. september. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á deiliskipulaginu og beinir því til bæjarstjórnar að deiliskipulagið verði sent til Skipulagsstofnar til afgreiðslu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.