Hoppa yfir valmynd

Breyting á samþykktum Vesturbyggðar

Málsnúmer 1806019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. júní 2018 – Bæjarstjórn

Forseti óskar eftir afbrigði af dagskrá og sett verði inn liðurinn, breyting á samþykktum Vesturbyggðar verði sá liður númer 7 á dagskrá.
Samþykkt samhljóða.

Forseti ber undir bæjarstjórnina til fyrstu umræðu að grein 46 í samþykktum Vesturbyggðar verði breytt á eftirfarandi hátt: Að hafnanefnd verði hafna- og atvinnumálanefnd og verði skipuð 5 nefndarmönnum.

Bæjarstjórn leggur til að eftirfarandi aðilar skipi nefndina að breytingu lokinni:

Jörundur Garðarson
Guðrún Anna Finnbogadóttir
Valgerður Ingvadóttir
Gísli Ægir Ágústsson
Magnús Jónsson

Til vara:
Óskar Gíslason
Iða Marsibil Jónsdóttir
Marteinn Þór Ásgeirsson
Valdimar Bernódus Ottósson
Petrína Sigrún Helgadóttir

Samþykkt samhljóða.

Að atvinnu- og menningarráð verði menningar- og ferðamálaráð og verði skipuð 5 nefndarmönnum.

Bæjarstjórn leggur til að eftirfarandi aðilar skipi ráðið að breytingu lokinni:

María Ósk Óskarsdóttir
Gunnþórunn Bender
Ramon Flavià Piera
Ragna Jenný Friðriksdóttir
Svava Gunnarsdóttir
Til vara:
Aron Ingi Guðmundsson
Ester Gunnarsdóttir
Óskar Leifur Arnarson
María Ragnarsdóttir
Hjörtur Sigurðsson

Í samþykktum sveitarfélagsins komi í stað þjónustuhóps aldraðra, öldrunarráð skv. nýjum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga.

Í ljósi þess að verið er að leggja til breytingu á samþykktum sveitarfélagsins, leggur forseti til að þessum lið verði vísað til annarrar umræðu á auka fundi bæjarstjórnar.
11. júlí 2018 – Bæjarstjórn

Eftirfarandi breyting á samþykktum um stjórn Vesturbyggðar lögð fram til annarar umræðu.
Til máls tóku, Forseti

47. gr, B hluti, 3. liður var:
Atvinnu- og menningarráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Ráðið fer með atvinnu- og
markaðsmál í sveitarfélaginu, það fjallar m.a. um ferðamál, landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál,
ásamt málum tengdum öðrum atvinnugreinum. Ráðið fer með landbúnaðarmálefni sbr. lög
um búfjárhald nr. 38/2013 og lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum
nr. 64/1994. Ráðið fjallar um menningarmál og bókasafnsmál skv. 8. gr. bókasafnalaga
nr. 150/2012 og vinnur að safnamálum almennt í bæjarfélaginu samkvæmt safnalögum nr.
141/2011. Fulltrúar í ráðinu tilnefni fulltrúa í rekstrarnefndir félagsheimilanna; Félagsheimilisins
á Patreksfirði, Baldurshaga á Bíldudal og Birkimels á Barðaströnd. Rekstrarnefndirnar fara
með rekstur félagsheimilanna samkvæmt lögum um félagsheimili nr. 107/1970. Ráðið fer með
önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem því er sett.

Verður eftir breytingu:
Menningar- og ferðamálaráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Ráðið fjallar um ferðamál, menningarmál og bókasafnsmál skv. 8. gr. bókasafnalaga nr. 150/2012 og vinnur að safnamálum almennt í bæjarfélaginu samkvæmt safnalögum nr. 141/2011. Fulltrúar í ráðinu tilnefni fulltrúa í rekstrarnefndir félagsheimilanna; Félagsheimilisins á Patreksfirði, Baldurshaga á Bíldudal og Birkimels á Barðaströnd. Rekstrarnefndirnar fara með rekstur félagsheimilanna samkvæmt lögum um félagsheimili nr. 107/1970. Ráðið fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem því er sett.

47. gr B hluti, 7. liður var:
Hafnarstjórn. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara skv. lögum um hafnamál nr. 61/2003.

Verður eftir breytingu:
Hafna- og atvinnumálaráð. Fimm aðalmenn og jafnmargir til vara. Ráðið fer með atvinnumál í sveitarfélaginu, það fjallar m.a. um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál, ásamt málum tengdum öðrum atvinnugreinum. Ráðið fer með landbúnaðarmálefni sbr. lög um búfjárhald nr. 38/2013 og lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum nr. 64/1994. Ráðið gegnir hlutverki hafnarstjórnar skv. hafnalögum nr. 61/2003.

47. gr, C hluti, 6. liður var:
Þjónustuhópur aldraðra. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með málefni aldraðra
samkvæmt lögum um málefni aldraðra nr. 125/1999. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.

Verður eftir breytingu:
Öldrunarmálaráð. Þrír aðalmenn og jafnmargir til vara. Nefndin fer með málefni aldraðra samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Nefndin fer með önnur málefni samkvæmt erindisbréfi sem henni er sett.

Samþykkt samhljóða.