Hoppa yfir valmynd

Neðri-Rauðsdalur - Umsagnarbeiðni og umsókn um rekstarleyfi í flokki 2

Málsnúmer 1807007

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf ásamt fylgiskjölum dags. 29. júní sl. frá Sýslumanninum á Vestfjörðum með beiðni um umsögn vegna umsóknar Gísla A. Gíslasonar um leyfi til að reka gististað í flokki II að Neðri - Rauðsdal, Vesturbyggð.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu rekstrarleyfisins.
Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er þó skilyrt þannig að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustu Vestfjarða ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfssemina.