Hoppa yfir valmynd

Vestfjarðastofa - Skipan í svæðisráð strandsvæðaskipulag Vestfjarða

Málsnúmer 1807014

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. júlí 2018 – Bæjarráð

Lagður fyrir tölvupóstur dags. 4. júlí frá Vestfjarðarstofu varðandi skipan í svæðisráð strandsvæðaskipulag Vestfjarða.

Á fundi stjórnar Vestfjarðastofu þann 26. júní s.l. var til umfjöllunar ný samþykkt lög um strandsvæðaskipulag. Stjórn samþykkti eftirfarandi tillögu.

"Vestfjarðastofa sendi erindi til viðkomandi sveitarfélaga þar sem gert er að tillögu að sveitarfélög á norðanverðum Vestfjörðum, skipi einn fulltrúa, sveitarfélög á sunnanverðum Vestfjörðum skipi einn fulltrúa og sveitarfélög á Ströndum og Reykhólahreppi einn fulltrúa. Leitað verði til Sambands íslenskra sveitarfélaga um að skipa sinn fulltrúa úr héraði."

Bæjarráð vísar erindinu til Samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.




25. september 2018 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Lagður fyrir tölvupóstur dags. 4. júlí frá Vestfjarðarstofu varðandi skipan í svæðisráð strandsvæðaskipulag Vestfjarða.

Fulltrúar svæðisins skipaðir í svæðiðsráð eru:
Lilja Magnúsdóttir aðalmaður og Jón Árnason til vara.