Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Strenglögn frá Brjánslæk að Þverá.

Málsnúmer 1807033

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. júlí 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Birgi E. Birgissyni f.h. Orkubús Vestfjarða. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar lagningar háspennustrengs frá Brjánslæk að Þverá á Barðaströnd.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar skriflegt samþykki landeiganda og jákvæð umsögn Minjavarðar liggi fyrir. Með framkvæmdaleyfisumsókninni fylgdi samþykki Vegagerðar og Umhverfisstofnunar. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé minniháttar. Einnig kallar ráðið eftir uppmælingu af legu strengsins í heild þegar framkvæmd er lokið.