Hoppa yfir valmynd

Umsagnarbeiðni, Vestfjarðavegur(60) Hörgsnes - Borg og Bíldudalsvegur(63) Hvassnes - Helluskað

Málsnúmer 1807034

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. júlí 2018 – Bæjarráð

Lagt fram mat á umhverfisáhrifum - tillaga að matsáælun í kynningu fyrir Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Bildudalsveg frá Bíldudalsflugvelli að Vestfjarðavegi á Dynjandisheiði. Bæjarráð leggur áherslu á að fyrsti áfangi framkvæmdar verði við Bíldudalsveg upp að Helluskarði sem nýtist atvinnu- og mannlífi á suðursvæði Vestfjarða. Bæjarráð bendir jafnframt á að framtíðarlausn um Dynjandisheiði til þess að tengja sunnanverða Vestfirði við norðanverða Vestfirði væri að fara í gangnagerð þar sem búast má við áframhaldandi lokunum vegna veðurs yfir vetrartímann. Tími er kominn til þess að stjórnvöld horfist í augu við uppgang á svæðinu og fjölgun íbúa og beiti kröftum sínum til þess að hraða uppbyggingu samgangna í samræmi við vöxtinn.




19. júlí 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Skipulags- og umhverfisráð hefur farið yfir gögn framkvæmdaraðila og telur að framlögð gögn fullnægi kröfum sem settar eru fram í 10 gr. í reglugerð 660/2015. Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé háð mati á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til að núllkostur verði skoðaður frá núverandi veglínu frá Flókalundi upp að sneiðingi í Penningsdal, en tillögurnar 3 sem settar eru fram miða við það að færa veglínu út fyrir Pennuá.

Skipulags- og umhverfisráð vill benda á augljós samfélagsleg áhrif framkvæmdanna vegna aukinna þungaflutninga vegna fiskeldis og mikilvægi vegarins vegna aukinnar ferðaþjónustu. Ferðamáti og flutningur allur verður hagkvæmari og öruggari á betri vegum enda er sá vegur sem nú er, illfær jafnt að sumri sem vetri og lokast oft. Skipulags- og umhverfisráð leggur þunga áherslu á að vegabótum á svæðinu ljúki sem allra fyrst þar sem vegabætur hafa mikil áhrif á uppbyggingu samfélaganna á sunnanverðum Vestfjörðum.