Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdarleyfi, dælulögn.

Málsnúmer 1808003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. ágúst 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lagna frá Strandgötu 1 til Strandgötu 10-12. Um er að ræða nokkrar lagnir sem flytja eigi frárennsli sláturhúss fyrirtækisins til hreinsunar, lagnirnar verða lagðar í kant Strandgötu og þvera götu við Strandgötu 10-12.

Skipulags- og umhverfisráð telur að framkvæmdin sé óveruleg skv. 5.gr reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 og sé undanskilin framkvæmdaleyfi. Framkvæmdina skal vinna í samráði við forstöðumann tæknideildar Vesturbyggðar og skal skila inn mælingu af lögninni í plani og hæð þegar framkvæmd er lokið. Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar áfram til hafnarstjórnar Vesturbyggðar.




5. september 2018 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu lagna frá Strandgötu 1 til Strandgötu 10-12. Um er að ræða nokkrar lagnir sem flytja eigi frárennsli sláturhúss fyrirtækisins til hreinsunar, lagnirnar verða lagðar í kant Strandgötu og þvera götu við Strandgötu 10-12.

Skipulags- og umhverfisráð mat framkvæmdina sem óverulega á 50. fundi ráðsins þann 20. ágúst sl. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti og vísaði áfram til Hafna- og atvinnumálaráðs.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið með fyrirvara um að fá skýrari upplýsingar um markmið og ávinning verkefnisins.

Forstöðumanni tæknideildar falið að kanna með samlegðaráhrif við Vesturbyggð varðandi færslu á fráveitu.




19. nóvember 2018 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um breytta legu lagnar sem samþykkt var á fundi hafna- og atvinnumálaráðs þann 5. sept 2018. Sótt er um leyfi til að færa lögnina niður fyrir Strandgötu. Um er að ræða nokkrar lagnir sem flytja eigi frárennsli sláturhúss fyrirtækisins til hreinsunar.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki lóðarhafa að Hafnarteig 4, Bíldudal.