Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2019.

Málsnúmer 1808009

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. ágúst 2018 – Bæjarráð

Lögð fram áætlun um vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2019.
Þórir Sveinsson skrifstofustjóri fór yfir með auknu bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir framlagt vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar 2019.




9. október 2018 – Bæjarráð

Þórir Sveinsson fór yfir vinnuferli við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019. Framundan eru fundir bæjarráðs með forstöðumönnum deilda sveitarfélagsinsins.




18. október 2018 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur forstöðumanna að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2019. Mættir til viðræðna við bæjarráð Arnheiður Jónsdóttir félagsmálastjóri og Alda Davíðsdóttir forstm. bókasafna, Nanna Sjöfn Pétursdóttir, forstm. skólaskrifstofu, Gerður B. Sveinsdóttir, verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar, Ásdís Snót Guðmundsdóttir skólastjóri Bíldudalsskóla, Michael Wulfken, forstm. veitna, Siggeir Guðnason, forstm. Þjónustumiðstöðvarinnar á Patreksfirði og Elfar St. Karlsson, forstm. tæknideildar um tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2019. Ásgeir Sveinsson vék af fundi kl. 12:00 og Magnús Jónsson tók sæti hans.




19. október 2018 – Bæjarráð

Mætt til viðræðna við bæjarráð Geir Gestsson forstm. íþróttamiðstöðvarinnar Bröttuhlíðar, Einar Bragi Bragason skólastjóri Tónlistarskólans, Hjörtur Sigurðsson hafnarvörður Patrekshafnar, Gústaf Gústafsson skólastjóri Patreksskóla, Davíð R. Gunnarsson slökkviliðsstjóri, Páll Vilhjálmsson íþróttafulltrúi, Hallveit G Ingimarsdóttir leikskólastjóri Arakletts og Rebekka Hilmarsdóttir framkv.stj. Fasteigna Vesturbyggðar ehf um tillögur að sérgreindum verkefnum vegna fjárhagsáætlunar 2019.




22. október 2018 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnar- og atvinnumálaráð felur fundarritara að senda tillögur að sérgreindum verkefnum fjárhagsáætlunar 2019 til bæjarráðs.




13. nóvember 2018 – Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð leggur til að við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019 verði áhersla lögð á að fjármagn verði sett í menningartengd verkefni eins og Úr Vör verkefnið, og ferðamálatengd verkefni eins og uppbyggingu á tjaldsvæðum og salernisaðstöðu í sveitarfélaginu.




12. nóvember 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Skipulags- og umhverfisráð felur fundarritara að senda áhersluatriði vegna sérgreindra verkefna fjárhagsáætlunar 2019 til bæjarráðs.




17. nóvember 2018 – Bæjarráð

Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2019.
Lagðar fram tillögur að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2019 auk tillagna að gjaldskrám og álagningu skatta á árinu 2019.
Bæjarráð boðar til framhald vinnufundar bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun 2019 sunnudaginn 18. nóvember nk. klukkan 10:00.




18. nóvember 2018 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018 auk tillagna að gjaldskrám og álagningu skatta á árinu 2019.

Bæjarráð boðar til framhald vinnufundar bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun 2019 miðvikudaginn 21. nóvember nk. klukkan 16:00.




21. nóvember 2018 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018 auk tillagna að gjaldskrám og álagningu skatta á árinu 2019. Bæjarráð boðar til framhald vinnufundar bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun 2019 fimmtudaginn 22. nóvember nk. klukkan 16:00.




22. nóvember 2018 – Bæjarráð

Lagðar fram tillögur að sérgreindum rekstrar- og fjárfestingarverkefnum 2018 auk tillagna að gjaldskrám og álagningu skatta á árinu 2019. Bæjarráð boðar til framhald vinnufundar bæjarfulltrúa um fjárhagsáætlun 2019 sunnudaginn 25. nóvember nk. klukkan 13:00.




25. nóvember 2018 – Bæjarráð

Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2019 og 4ra ára áætlun 2019-2022.

Bæjarráð vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 ásamt 4ra ára áætlun 2019-2022 til fyrri umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 28. nóvember nk.




28. nóvember 2018 – Bæjarstjórn

Lagt er fram, til fyrri umræðu, tillaga að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar 2019, auk 4ra ára áætlun fyrir árin 2019-2022, ásamt tillögu að gjaldskrám.

Til máls tóku: Varaforseti, ÁS, GE, JÁ, Bæjarstjóri og ÞSÓ.

Varaforseti lét bóka: Breytingartillögum við seinni umræðu skal skilað inn í ráðhús Vesturbyggðar, Aðalstræti 75 fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 4. desember nk.
Bæjarstjórn vísar frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og 4ra ára áætlun 2019-2022 ásamt gjaldskrám til seinni umræðu sem verður miðvikudaginn 12. desember nk. kl. 17:00 í Ráðhúsi Vesturbyggðar, Aðalstræti 75, Patreksfirði.

Samþykkt samhljóða.




9. desember 2018 – Bæjarráð

Frumvarp að fjárhagsáætlun 2019 ásamt 4ra ára áætlun 2019-2022 lagt fyrir. Bæjarráð vísar frumvarpi að fjáhagsáætlun 2019 og 4ra ára áætlun 2019-2022 til seinni umræðu í bæjarstjórn miðvikudaginn 12. desember nk.

Gjaldastuðlar á árinu 2019 eru eftirfarandi:

Útsvarshlutfall 14,520%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,450%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,400%
Lóðaleiga 3,750%




12. desember 2018 – Bæjarstjórn

Lagt fram til seinni umræðu frumvarp að fjárhagsáætlun Vesturbyggðar og stofnana fyrir árið 2019, 4ra ára áætlun 2019-2022, álagningu skatta og álagningarstuðla, þjónustugjaldskrár, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda á árinu 2019 til ellilífeyrisþega og öryrkja, styrki til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþróttastarfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds og greiðslur fyrir nefndarstörf 2019.
Lagðar fram breytingartillögur þannig að heildartekjur lækka um 1,5 millj.kr. og heildarútgjöld lækka um 1 millj.kr.

Gjaldastuðlar á árinu 2019 eru eftirfarandi:

Útsvarshlutfall 14,520%
Fasteignaskattur A-flokkur 0,450%
Fasteignaskattur B-flokkur 1,320%
Fasteignaskattur C-flokkur 1,650%
Vatnsgjald íbúðarhúsnæði 0,450%
Vatnsgjald annað húsnæði 0,500%
Fráveitugjald 0,400%
Lóðaleiga 3,750%

Reksturinn fyrir fjármagnsliði er jákvæður um rúmar 96,4 millj.kr., fjármagnsliðir eru tæpar 95 millj.kr. og rekstrarniðurstaðan jákvæð um tæpar 1,5 millj.kr. Veltufé úr rekstri er 124,4 millj.kr. Fjárfestingar eru 149 millj.kr., afborganir langtímalána 174 millj.kr. og lántökur 170 millj.kr.

Til máls tóku: Forseti, Bæjarstjóri, FM, ÁS, JÁ og MÓÓ.

Fjárhagsáætlun 2019, rekstraryfirlit, rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi, 4ra ára áætlun 2019-2022, útsvarsprósenta 14,52%, álagningarstuðlar fasteignagjalda, reglur um niðurfellingu fasteignagjalda til tekjulágra elli- og örorkulífeyris-þega, styrkir til félagasamtaka vegna menningar-, björgunar- eða íþrótta-starfsemi til greiðslu fasteignaskatts og fráveitugjalds, þjónustugjaldskrár og greiðslur fyrir nefndarstörf 2019 samþykkt samhljóða.