Hoppa yfir valmynd

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða

Málsnúmer 1808010

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. ágúst 2018 – Bæjarráð

Áfangastaðaáætlun Vestfjarða lögð fram til umsagnar. Sveitarstjórn felur bæjarstjóra að vinna drög að umsögn í ljósi umræðna á fundinum og leggja
fyrir bæjarráð á næsta fundi. Samþykkt samhljóða.




25. september 2018 – Menningar- og ferðamálaráð

Díana Jóhannsdóttir og Magnea Einarsdóttir frá Vestfjarðastofu kynna Markaðsstofu Vestfjarða, þ.m.t. áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Nefndarmenn telja þetta jákvætt og uppbyggilegt verkefni og hlakka til að starfa með Markaðsstofu Vestfjarða á komandi árum.




25. september 2018 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Magneu Garðarsdóttur f.h. Vestfjarðastofu, dagsettur 13. ágúst sl., þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið fjalli um og samþykki Áfangastaðaáætlun Vestfjarða.

Fulltrúar Markaðsstofu Vestfjarða Díana Jóhannesdóttir og Magnea Garðarsdóttir sem unnið hafa að Áfangastaðaáætlun sátu fundinn undir þesssum lið.

Bæjarráð samþykkir stefnu setta fram í áfangastaðaáætluninni, jafnframt óskar bæjarráð eftir því að uppbygging í kringum sundlaug í Krossholti á Barðaströnd verði sett inn í aðgerðaáætlunina.