Hoppa yfir valmynd

Skipulagsstofnun. Umsagnarbeiðni, frummatsskýrsla Ofanflóðavarnir á Patreksfirði, Urðargata, Hólar og Mýrar.

Málsnúmer 1808016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. ágúst 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 20.júní 2018. Í erindinu er óskað umsagnar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofanflóðavarna á Patreksfirði, Urðargata, Hólar og Mýrar.

Skipulags- og umhverfisráð telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar mótsvægisaðgerðir og vöktun að svo komnu máli.

Skipulags- og umhverfisráð vill benda á að framkvæmdin er háð framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar samkvæmt 13. gr. skipulagslaga. Eftir atvikum þarf einnig að sækja um leyfi til Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða vegna uppsetningu vinnubúða sbr. Reglugerð nr. 724/2008 m.s.br. um hávaða og einnig reglugerð 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur haft í för með sér mengun eða skv. hollustuháttareglugerð nr. 941/2002 og matvælalögum. Framkvæmdin þarf að vinnast í samræmi við lög um Vinnueftirlitið, þ.e. lög nr. 46/2008 m.s.br. um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.




22. ágúst 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun, dags. 20.júní 2018. Í erindinu er óskað umsagnar um frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum ofanflóðavarna á Patreksfirði, Urðargata, Hólar og Mýrar.

Bæjarráð Vesturbyggðar telur að á fullnægjandi hátt sé gerð grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd og umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mati framkvæmdaaðila á þeim, og gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðar mótsvægisaðgerðir og vöktun að svo komnu máli.

Bæjarráð óskar eftir því að hafin verði verkhönnun við ofanflóðavarnir við Urðargötu, Hóla og Mýrar eins fljótt og auðið er.