Hoppa yfir valmynd

Arnarlax. Umsókn um stöðuleyfi, Strandgata 10-12, Bíldudal.

Málsnúmer 1808017

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. ágúst 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tveimur 40ft gámum sjávarmegin við Strandgötu 10-12 sem koma uppsettir með hreinsibúnaði fyrir frárennsli frá sláturhúsi fyrirtækisins. Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir tvo aðra gáma neðar á sömu lóð sem ætlaðir eru sem geymsla auk 50m3 safntanks til að jafna rennslið frá slátruninni. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gámanna auk tanks.

Skv. umsækjenda er áætlað að byggja hús á sömu lóð sem hýsa á fyrrgreindan búnað.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar málinu áfram til hafnarstjórnar




5. september 2018 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Guðmundi V. Magnússyni f.h. Arnarlax hf. Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir tveimur 40ft gámum sjávarmegin við Strandgötu 10-12 sem koma uppsettir með hreinsibúnaði fyrir frárennsli frá sláturhúsi fyrirtækisins. Einnig er sótt um stöðuleyfi fyrir tvo aðra gáma neðar á sömu lóð sem ætlaðir eru sem geymsla auk 50m3 safntanks til að jafna rennslið frá slátruninni. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða staðsetningu gámanna auk tanks.

Skv. umsækjenda er áætlað að byggja hús á sömu lóð sem hýsa á fyrrgreindan búnað.

Erindið hafði áður verið tekið fyrir á 50. fundi skipulags og umhverfisráðs 20. ágúst sl. sem samþykkti erindið fyrir sitt leyti og vísaði málinu áfram til Hafna- og atvinnumálaráðs.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið en vekur athygli á að stöðuleyfi er einungis gefið út til eins árs í senn.