Hoppa yfir valmynd

Húsnæði og skólaakstur

Málsnúmer 1808026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. ágúst 2018 – Fræðslu og æskulýðsráð

Húsnæði Arakletts er of lítið og orðið yfirfullt. Fyrirséð er að ekki verður hægt að taka inn börn næsta haust. Engar framkvæmdir voru innanhúss en bráðliggur á þeim. Það ríkir ánægja með það sem gert var við skólalóðina og vonast er til að það verði klárað.Í Patreksskóla er ekki búið að framkvæma það sem átti að gera í sumar en áætlað er að það klárist fljótlega. Það þarf að leggja verulega vinnu í skólalóðina en veruleg óánægja er með hana.
Í Tjarnarbrekkur er ánægja með breytingar innanhúss. En laga þarf leikskólalóðina að sögn skólastjóra. Ljúka þarf við framkvæmdir innanhúss í Bíldudalsskóla. Laga þarf aðgengi að skólanu og von er á nýju leiktæki á skólalóðina.