Hoppa yfir valmynd

Tálknafjörður - Patreksfjörður - morgunferðir

Málsnúmer 1809015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. september 2018 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Odda hf. með ósk um framlengingu á samningi milli Odda hf., Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar sem fólst í akstri almenningsamgangna milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar, ein ferð á dag, alla virka daga.
Mætt til viðræðna fyir hönd Odda hf. er Skjöldur Pálmason fyrir hönd Tálknafjarðahrepps er mætt Bjarnveig Guðbrandsdóttir.
Fallist er á framlengingu til tveggja mánaða, skoðað verði með að gera samning til lengri tíma.




30. október 2018 – Bæjarráð

Rætt um morgunferðir Tálknafjörður - Patreksfjörður og farið yfir hugmyndir að kostnaðarskiptingu. Gerði Björk Sveinsdóttur, verkefnastjóra falið að ræða við forsvarsmenn Odda hf. um framhaldið í samræmi við umræður á fundinum. Bæjarráð samþykkir jafnframt að halda verkefninu áfram á meðan að unnið er að breytingum á fyrirkomulagi.




29. janúar 2019 – Bæjarráð

Lögð fram drög að samningi um akstur á leið II, morgunferð Tálknafjörður - Patreksfjörður ásamt kostnaðarskiptingu. Bæjarráð samþykkir drögin og kostnaðarskiptinguna og felur bæjarstjóra að undirrita samninginn.