Hoppa yfir valmynd

Slökkviliðsbíll á Bíldudal

Málsnúmer 1809018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. september 2018 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Valdimar B. Ottóssyni þar sem farið er yfir ástand slökkvibifreiðar á Bíldudal. Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Bæjarráð tekur undir áhyggjur slökkviliðsmanna á Bíldudal og gerir sér grein fyrir alvarleika máls. Slökkviliðsstjóra falið að vinna að málinu og koma með tillögur að úrbótum til bæjarráðs.