Hoppa yfir valmynd

Slökkvistöðin á Patreksfirði

Málsnúmer 1809022

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. september 2018 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi frá Davíð Rúnari Gunnarssyni slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð þar sem farið er yfir aukna aðstöðu fyrir slökkviliðið á Patreksfirði. Í erindinu leggur Davíð til að farið verði í viðræður við eigendur skemmu sem verið er að byggja á höfninni, með það í huga að fá leigt af þeim pláss undir búnaðinn.
Óskað er eftir að Davíð Rúnar Gunnarsson og Elfar Steinn Karlsson mæti á næst fund bæjarráðs þar sem farið verði yfir þörf á geymslu og aðstöðu fyrir stofnanir sveitarfélagsins.