Hoppa yfir valmynd

Seftjörn lóð 1, umsókn um byggingarleyfi.

Málsnúmer 1809028

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. september 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Kristínu Ósk Matthíasdóttur, Hvammi. Í erindinu er sótt um leyfi til að byggja starfsmannaíbúð og skrifstofu við fiskeldishúsið að Seftjörn lóð 1, Barðaströnd. Erindinu fylgja aðaluppdrættir unnir af Þorsteini Haraldssyni, dags. 08.09.2018.

Umsækjenda var tilkynnt með bréfi dagsettu 21.ágúst um stöðvun fyrrgreindra framkvæmda og veittur frestur til 21.september til að skila inn fullnægjandi gögnum, búið er að skila inn aðaluppdráttum af viðbyggingunni sem og tilkynningu um byggingarstjóra. Framkvæmdin er ennfremur að mati skipulags- og umhverfisráðs háð grenndarkynningu þar sem umrædd framkvæmd er staðsett innan friðlands Vatnsfjarðar og varðar hagsmuni fleiri en lóðarhafa.

Skipulags- og umhverfisráð hafnar erindinu á þeim forsendum að samþykki landeigenda hefur ekki borist og með vísan í bréf Umhverfisstofnunar dags. 29.ágúst 2018 þar sem umsókn umsækjenda um fyrrgreindar framkvæmdir er synjað.
11. janúar 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir að nýju umsókn um byggingarleyfi við Seftjörn ásamt tölvupósti frá Skipulagsstofnun sem skipulagsfulltrúi fékk sent í kjölfar fyrirspurnar um málsmeðferð. Umhverfisstofnun hafði áður synjað umsækjenda um framkvæmdir á svæðinu en afturkallaði fyrri ákvörðun sína þann 28.nóvember 2018 en telur jafnframt ekki tækt að veita leyfi fyrir framkvæmd fyrr en búið er að skipuleggja svæðið á grundvelli skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að heimilað verði að fara í breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 og að umsækjenda verði heimilað að gera deiliskipulag af svæðinu með vísan í svar Skipulagsstofnunar við fyrirspurn skipulagsfulltrúa um málsmeðferð sem barst með tölvupósti. Ennfremur er bent á að framkvæmdin fellur undir c-flokk framkvæmda og ber að tilkynna til sveitarfélagsins skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.

Ekki er heimilt að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingu fyrr en skipulagsmál eru frágengin og því allar framkvæmdir við viðbyggingu óheimilar.