Hoppa yfir valmynd

Ársskýrslur skólanna

Málsnúmer 1809038

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. september 2018 – Fræðslu og æskulýðsráð

Einar Bragi fór yfir árskýrslu Tónlistarskólans veturinn 2017-18. Ánægja með nýja aðstöðu en vantar ennþá kennara.

Gústaf Gústafsson fór yfir ársskýrslu Patreksskóla veturinn 2017-18. Rætt um framkvæmd rafrænna samræmdra prófa og áhyggjur af stopulu netsambandi. Nefndarmenn lýsa áhyggjur af slæmu netsambandi innan skólans. Gústaf upplýsti að unnið er að uppsetningu ljósleiðara. Nefndarmenn eru sammála um að við ætlum okkur að vera með skóla sem eru framúrskarandi í upplýsingatækni, og þá þarf fyrsta flokks nettengingu og sérstakan starfsmann sem sinnir upplýsingatækni, sem leiðbeinir bæði kennurum og nemendum.
Nefndarmenn vilja fá á hreint hvernig staðan er á sparkvellinum og fyrirhuguðum framkvæmdum. Einnig framkvæmdum við skólalóð, slysavarnir og lýsingu á lóð Patreksskóla.

Ásdís Snót Guðmundsdóttir fór yfir árskýrslu Bíldudalsskóla og Tjarnarbrekku 2017-18. Búið er að setja upp leiktæki á leikskólalóðinni. Skólinn er á 6 stöðum í dag, og brýnt að sameina starfsemina í eitt hentugt húsnæði.

Hallveig Ingimarsdóttir fór yfir mat á starfsáætlun leikskólans Arakletts 2017-18. Mikið var um veikindi og mikil starfsmannavelta síðasta vetur. Húsnæði leikskólans er orðið of lítið og útlit fyrir að ekki verði hægt að taka inn fleiri börn á næsta ári. Brýnt er að huga að stækkun leikskólans. Fyrirhugaðar framkvæmdir við breytingar innanhús, er ekki lokið. Vantar ennþá amk. 3 starfsmenn til starfa.

Nefndarmenn vilja hrósa starfsfólki tónlistarskóla, leik- og grunnskóla fyrir vel unnin störf veturinn 2017-18 og hvetja til að hugað sé áfram vel að starfsmannamálum, starfsumhverfi og starfsþróun.