Hoppa yfir valmynd

Kosning formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 1809042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. september 2018 – Menningar- og ferðamálaráð

Ragna Jenný Friðriksdóttir setti fundinn sem aldursforseti og bauð fundarmenn velkomna.

Ragna Jenný lagði til að Ramon Flaviá Piera verði formaður ráðsins. Samþykkt samhljóða.

Ramon tók við stjórn fundarins og lagði til að kosning varaformanns og ritara verði frestað til næsta fundar. Samþykkt samhljóða.

Lagt til að fundir nefndarinnar verði haldnir þriðjudag í viku fyrir reglulegan fund bæjarstjórnar, sem haldinn er þriðja miðvikudag hvers mánaðar. Samþykkt samhljóða.




13. nóvember 2018 – Menningar- og ferðamálaráð

Ramon Flavià Piera setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Á 1. fundi var Ramon kosinn formaður ráðsins og var kosningu varaformanns og ritara frestað til næsta fundar.

Ramon lagði til að Svava Gunnarsdóttir yrði varaformaður ráðsins. Samþykkt samhljóða.

Ramon lagði til að Gunnþórunn Bender yrði ritari ráðsins. Samþykkt samhljóða.