Hoppa yfir valmynd

Húsnæðismál á landsbyggðinni - tilraunaverkefni

Málsnúmer 1809048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. september 2018 – Bæjarráð

Mættir til viðræðna við bæjarráð fulltrúar frá íbúðalánasjóði, kynnt var tilraunaverkefni sjóðsins um húsnæðismál á landsbyggðinni. Leitað er eftir sveitarfélögum til að taka þátt í verkefninu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir þátttöku Vesturbyggðar í verkefninu.




29. janúar 2019 – Bæjarráð

Í september 2018 óskaði Íbúaðlánasjóður eftir sveitarfélögum til að taka þátt í tilraunaverkefni í húsnæðismálum á landsbyggðinni. Vesturbyggð sendi inn umsókn og var eitt sjö sveitarfélaga sem varð fyrir valinu. Markmið tilraunaverkefnisins er að leita nýrra leiða til þess að bregðast við húsnæðisvandanum sem ríkir víðsvegar á landsbyggðinni vegna óvirks íbúða- og leigumarkaðar og skorts á viðunandi íbúðarhúsnæði. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri fór yfir með bæjarráði. Bæjarráð felur bæjarstjóra og byggingarfulltrúa að vinna áfram að verkefninu.