Hoppa yfir valmynd

Sigtún 51 vatnstjón

Málsnúmer 1810003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. nóvember 2018 – Fasteignir Vesturbyggðar

Lögð fram krafa vegna vatnstjóns á eign Sigtúni 51. Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar óskar eftir því að leitað verði til lögfræðings sveitarfélagsins um bótaskyldu í málinu.
Samþykkt.
13. desember 2018 – Fasteignir Vesturbyggðar

Lagt var fyrir álit frá Birni Jóhannessyni lögfræðingi varðandi bótaskyldu sveitarfélagsins í málinu. Stjórn Fasteigna Vesturbyggðar felur framkvæmdastjóra að afla upplýsinga um ábyrgðartryggingu félagsins vegna eignarinnar og ræða við tjónþola um mögulegar tjónabætur.

Framkvæmdastjóra falið í samstarfi við starfsmann félagsins að senda öllum leigjendum bréf þar sem ítrekaðar eru skyldur leigjenda að hreinsa frá niðurföllum og losa stíflur í niðurföllum.