Hoppa yfir valmynd

Byggðakvóti - Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið - Auglýsing umsóknar um byggðarkvóta fiskveiðiársins 2018-19

Málsnúmer 1810030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. febrúar 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. febrúar 2019 þar sem tillögum að sérreglum Vesturbyggðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa er hafnað.
30. október 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 2. október sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýst er til umsóknar byggðakvóti fiskveiðiársins 2018-2019. Bæjarráð felur bæjarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018-2019.
4. desember 2018 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 23. nóv. sl. frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu vegna umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2018 til 2019.

Bæjarráð Vesturbyggðar vísar erindinu til Hafna- og atvinnumálaráðs til umsagnar.
14. janúar 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 857.fundi bæjarráðs.

Hafna- og atvinnumálaráð óskar eftir skýringum frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti hverjar breyttar forsendur við útreikninga eru en heildarúthlutun byggðarkvóta í Vesturbyggð er 149 tonn fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 sem er lækkun um 47 tonn frá fyrri útreikningi frá 3.desember 2018.

Valgerður Ingvadóttir lagði fram tillögu um sérreglur um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 og leggur til að sótt verði um breytingu á 6.grein reglugerðarinnar þannig að undanþága verði veitt frá skyldu löndunar afla til vinnslu fyrir báta undir 30 brúttótonnum.
Tillagan felld með fjórum atkvæðum gegn einu.

Lagt fram minnisblað hafnarstjóra með tillögum um úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019.

Lagðar eru til eftirfarandi sérreglur um úthlutun byggðarkvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019:

a) Ákvæði b. lið 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2018.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi sveitarfélags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 25 þorskígildistonn á hvert fiskiskip.
c) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

Tillagan er samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu.

Magnús Jónsson vill bóka athugasemd um að tillagan hafi ekki fengið umfjöllun bæjarráðs áður en hún fer til staðfestingar hjá bæjarstjórn.
29. janúar 2019 – Bæjarráð

Erindi vísað til bæjarráðs frá 330. fundi bæjarstjórarnar.

Iða Marsibil Jónsdóttir varaformaður bæjarráðs í fjarveru Þórkötlu Soffíu Ólafsdóttur lagði fram eftirfarandi sérreglur um byggðakvóta:

a) Ákvæði b. lið 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2018.
b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi sveitarfélags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 25 þorskígildistonn á hvert fiskiskip.
c) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.

Tillagan er samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.
Iða Marsibil Jónsdóttir, Jörundur Garðarsson og María Ósk Óskarsdóttir greiða atkvæði með tillögunni. Ásgeir Sveinsson, greiðir atkvæði á móti. Friðbjörg Matthíasdóttir situr hjá við afgreiðslu máls.
Magnús Jónsson lýsir sig vanhæfan til að taka þátt í afgreiðslu málsins.
20. febrúar 2019 – Bæjarstjórn

Bókun bæjarráðs 1. liður frá 861. fundi borin upp til samþykktar.

"a) Ákvæði b. lið 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Eru skráð í viðkomandi sveitarfélagi 1. júlí 2018. b) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi sveitarfélags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2017 til 31. ágúst 2018, þó ekki hærra en 20% af því sem eftir stendur, en að hámarki 25 þorskígildistonn á hvert fiskiskip. c) Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. d) Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2018 til 31. ágúst 2019"

Til máls tóku: Forseti, MJ, ÁS, ÞSÓ og GE.

MJ og ÞSÓ lýsa yfir vanhæfi.

Bókun bæjarráðs samþykkt með þremur atkvæðum, IMJ, JG og MÓÓ greiddu atkvæði með, ÁS greiddi atkvæði á móti og GE sat hjá við atkvæðagreiðslu.

Lagt fyrir bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 15. febrúar 2019 þar sem tillögum að sérreglum Vesturbyggðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa er hafnað.
Sveitarfélaginu er veittur frestur til 22. febrúar nk. til þess að gera athugasemdir við ákvörðun ráðuneytisins.

Forseti leggur til að Bæjarstjóra verði falið að senda athugasemdir sveitarfélagsins í samráði við bæjarráð við ákvörðun ráðuneytisins innan tilskilins frests.

MJ og ÞSÓ lýsa yfir vanhæfi.

Samþykkt með þremur atkvæðum, IMJ, JG og MÓÓ greiða atkvæði með, GE og ÁS sitja hjá.