Hoppa yfir valmynd

Nefndarsvið Alþingis - Ósk um umsögn á þingsályktunartillögu um fimm ára samgönguáæltun fyrir árið 2019-2023, 172.mál

Málsnúmer 1810031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

24. október 2018 – Bæjarstjórn

Lagt var fram erindi frá nefndarsviði Alþingis frá 12. október 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172. mál.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur áherslu á að framkvæmdum í samgöngumálum í sveitarfélaginu verði hraðað og þeim verði tryggt nægjanlegt fjármagn. Íbúar svæðisins hafa beðið í tugi ára eftir mikilvægum samgöngubótum og þolimæði þeirra og rekstraraðila er því löngu þrotin. Skorar bæjarstjórn Vesturbyggðar á Alþingi að í samgönguáætlun verði tryggðar mannsæmandi samgöngur á svæðinu. Með aukinni atvinnuuppbyggingu og fjölgun íbúa er nauðsynlegt að tryggja viðunandi samgöngur til og frá svæðinu sem og innan þess. Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur ríka áherslu á að fjármögnun vegna framkvæmda við Vestfjarðaveg um Gufudalssveit verði tryggð og krefst þess að vegalagning hefjist strax. Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við það að framkvæmdum við Vestfjarðaveg um Dynjandisheiði og Bíldudalsveg verði frestað. Bæjarstjórn Vesturbyggðar felur bæjarstjóra að ganga frá umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um tillögu að þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023.

Til máls tóku: Forseti, RH, ÁS og FM

Samþykkt samhljóða.




30. október 2018 – Bæjarráð

Lagt var fram erindi frá nefndarsviði Alþingis frá 12. október 2018 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172. mál. Bæjarstjóra var falið að senda inn umsögn í samvinnu við bæjarfulltrúa. Umsögnin var send inn innan tilskilins frests.
Bæjarráð samþykkir innsenda umsögn.

https://www.althingi.is/altext/erindi/149/149-300.pdf