Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdaleyfi. ný aðkoma og bílastæði við Rafstöðina, Bíldudal

Málsnúmer 1810037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. október 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Rafstöðinni, félagasamtök dagsett 16. október 2018. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna aðstöðu fyrir ferða- og útivistarfólk við Rafstöðina í Bíldudal.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkti gerð bílastæða með upplýsingaskilti og hreinlætisaðstöðu við Rafstöðina í Bíldudal. Að auki styrkti Vegagerðin verkefnið úr styrkvegasjóði. Í ljósi þessara styrkja ákvað félagið að gera tillögu að breytingu á núverandi útafkeyrslu við Rafstöðina og færa hana á svipaðan stað og hún var upphaflega. Meðfylgjandi erindinu er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaðar breytingar á aðkomu.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki Vegagerðarinnar liggur fyrir. Sækja þarf sérstaklega um þjónustu við salernin hjá bæjarráði.