Hoppa yfir valmynd

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Efnisvinnsla Tagl.

Málsnúmer 1810038

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. október 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Vesturbyggð, dagsett 16. október 2018 þar sem óskað er eftir framkvæmdaleyfi fyrir efnisvinnslu, Tagli Bíldudal.

Áætlað er að vinna grjót í grjótvarnir sem og kjarna, heildarmagn er um 30.000m3.
Ekki er verið að raska óröskuðu svæði þar sem áður hefur verið unnið efni úr sömu námu. Berg verður losað með sprengingum. Lögun námunnar verður regluleg og gengið verður frá henni sléttri og afvatnaðri, fláar snyrtilegir og lausir við hrunhættu. Náman er skilgreind í Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 sem E18.

Skipulags- og umhverfisráð mælir með að gefið verði út framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 vegna efnisvinnslu í Tagli, þar sem um er að ræða námu sem þegar er opin og umfangið þannig að hún er ekki háð umhverfismati.