Hoppa yfir valmynd

Hreinsunarátak í Vesturbyggð

Málsnúmer 1810045

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. febrúar 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Forstöðumaður tækideildar fór yfir tillögur að skipulagningu hafnarsvæða á Bíldudal og Patreksfirði vegna hreinsunarátaksins. Lagðar voru fram samþykktir um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

Hafna- og atvinnumálaráð felur forstöðumanni tæknideildar að senda lóðarhöfum á hafnarsvæðunum bréf þar sem hreinsunarátakið er kynnt. Hafnarstjóra og hafnarverði falið að vinna að hreinsun gámasvæðis skv. deiliskipulagi Patrekshafnar og falið að ræða við eigendur lausafjármuna sem eru innan svæðisins að fjarlægja lausafé sitt. Forstöðumanni tæknideildar falið að vinna kostnaðaráætlun vegna frekari afmörkunar svæðisins.




22. október 2018 – Hafna- og atvinnumálaráð

Rætt um umgengnismál á hafnarsvæðum Vesturbyggðar.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að farið verði í allsherjar hreinsunarátak innan sveitarfélagsins, jafnt á hafnarsvæðum sem annarsstaðar. Hafna- og atvinnumálaráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs og óskar eftir samtali/samvinnu um málið.




12. nóvember 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráðs á 2. fundi hafna- og atvinnumálaráðs. Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að farið verði í allsherjar hreinsunarátak innan sveitarfélagsins, jafnt á hafnarsvæðum sem annarsstaðar.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og vill gjarna taka þátt í sameiginlegu hreinsunarátaki innan sveitarfélagsins. Ráðið leggur til að bæjarstjóri ásamt forstöðumanni tæknideildar og formönnum hafna- og atvinnumálaráðs og skipulags- og umhverfisráðs fundi um næstu skref málsins.




19. nóvember 2018 – Hafna- og atvinnumálaráð

Í samræmi við bókun skipulags- og umhverfisráðs 12. nóvember 2018 leggur ráðið til að fundað verði með bæjarstjóra, forstöðumanni tæknideildar og formanni skipulags- og umhverfisráðs um næstu skref málsins.

Hafna- og atvinnumálaráð vísar því til bæjarráðs að afmarkað verði framlag til átaksins í fjárhagsáætlun 2019.