Hoppa yfir valmynd

Lagning ljósleiðara 2019

Málsnúmer 1810068

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. október 2018 – Bæjarráð

Mættur til viðræðna við bæjarráð, Davíð Rúnar Gunnarsson, þar sem hann fór yfir með ráðinu áætlun um lagningu ljósleiðara í sveitum ásamt því að farið var yfir gang verkefnis um lagningu ljósleiðara á Barðaströnd.




26. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lagt fram tilboð Fjarskiptasjóðs dags. 18. febrúar 2019 vegna umsóknar Vesturbyggðar í Ísland ljóstengt. Davíð Rúnar Gunnarsson kom inn á fundinn og fór yfir málið.

Vesturbyggð lagði inn umsókn í verkefnið Ísland ljóstengt fyrir árið 2019. Verkefninu er ætlað að styrkja lagningu ljósleiðara í dreifbýli um allt land og er áætlað að því ljúki á næstu þremur árum.

Um er að ræða þrjú verkefni sem eftir eru í Vesturbyggð; Bíldudalur - Foss, Bíldudalur - Grænuhlíð og Látrabjarg. Vesturbyggð er boðin sérstakur byggðarstyrkur samtals að upphæð fimm miljónir inn í verkefnin og að auki 80 % af þeirri upphæð sem er ófjármögnuð í hverju verkefni fyrir sig.

Ljóst er að hér er um stórt og metnaðarfullt verkefni að ræða. Vegalendir eru miklar og tengingar fáar. Til þess að verkefnið sé gerlegt verða aðrir aðilar að koma að verkinu sem eiga hagsmuna að gæta.

Bæjarráð telur þetta mikilvægt verkefni fyrir dreifbýli og samþykkir að taka tilboði Fjarskiptasjóðs og leggja til allt að 12 miljónir í verkefnin fyrir árið 2019, 13 miljónir 2020 og 13 miljónir 2021.

Framlagi Vesturbyggðar til verkefnisins fyrir árið 2019, vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun.