Hoppa yfir valmynd

Hafnarteigur 4. Umsókn um byggingarleyfi, matshl 05.

Málsnúmer 1811001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

18. febrúar 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir umsókn um byggingaleyfi frá Friðrik Ólafssyni f.h. Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. dags. 23. október 2018 vegna framkvæmda við Hafnarteig 4. Gert er ráð fyrir 1.750 m2 byggingu. Bæjarstjórn vísaði erindinu aftur til hafna- og atvinnumálaráðs til frekari skoðunar og vinnslu.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið og felur byggingarfulltrúa að ganga frá útgáfu byggingarleyfisins.




19. nóvember 2018 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir umsókn um byggingaleyfi frá Friðrik Ólafssyni f.h. Íslenska kalkþörungafélagsins ehf. dags. 23. október 2018 vegna framkvæmda við Hafnarteig 4. Gert er ráð fyrir 1.750 m2 byggingu.

Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu umsóknarinnar og felur hafnarstjóra að ræða við fulltrúa frá Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. um stærð og staðsetingu byggingarinnar.




14. janúar 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Mættir til viðræðna við hafna- og atvinnumálaráð Halldór Halldórsson og Einar Sveinn Ólafsson frá Íslenska Kalkþörungafélagsins. Farið var yfir fyrirhugaðar húsbyggingar á lóð félagsins að Hafnarteig 4. Í kjölfar fundar var tekin fyrir byggingarleyfisumsókn sem frestað var á síðasta fundi ráðsins þar sem sótt var um byggingarleyfi fyrir 1750m2 húsi.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir erindið náist samkomulag um aukið afnotasvæði til handa hafnasjóði við SV-enda eldra húss. Einnig óskar hafna- og atvinnumálaráð eftir viðræðum við Íslenska Kalkþörungafélagið um aðstöðu í SV-enda húss félagsins sem snýr að hafnarsvæði.