Hoppa yfir valmynd

Skipurit Vesturbyggð

Málsnúmer 1811002

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. febrúar 2019 – Bæjarráð

Bæjarstjóri lagði fram tillögu að nýju skipuriti Vesturbyggðar sem áætlað er að taki gildi 1. maí 2019. Bæjarráð staðfestir tillöguna og felur bæjarstjóra að vinna að undirbúningi á innleiðingu þess.
20. febrúar 2019 – Bæjarstjórn

Gerður Björk Sveinsdóttir, fundarritari vék af fundi undir liðnum. Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri tók við ritun fundarins.

Bæjarstjórn staðfestir bókun bæjarráðs um tillögu að nýju skipuriti fyrir Vesturbyggð sem áætlað er að taki gildi 1. maí 2019. Bæjarstjóra falið að innleiða breytingarnar, endurnýja erindisbréf og vinna breytingar á samþykktum um stjórn Vesturbyggðar til samræmis við nýtt skipurit. Þá skuli auglýsa starf sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs laust til umsóknar.

Til máls tóku: Forseti og GE.

Samþykkt með sex atkvæðum. GE sat hjá við atkvæðagreiðslu.
26. febrúar 2019 – Bæjarráð

Bæjarstjóri fór yfir heildarkostnað vegna breytinga á skipuriti Vesturbyggðar eins og hann var staðfestur í fjárhagsáætlun 2019. Heildarkostnaður við breytingarnar eru um 350.000 sem er auglýsingakostnaður og kostnaður við gerð skipurits. Gert er ráð fyrir að heildar launakostnaður sveitarfélagsins lækki við breytingarnar.