Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 53

Málsnúmer 1811006F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. desember 2018 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 5 töluliðum.
Til máls tóku: Forseti og FM.

Liður 1, málsnr.1803009. Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps þar sem fram kemur:

"Fulltrúar Samráðsnefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps eru sammála um nauðsyn þess að flýta endurnýjun vegarins um Mikladal milli Tálknafjarðar og Patreksfjarðar sem kostur er. Brýn þörf er orðin á endurnýjun vegarins vegna aldurs hans og ástands sem samræmist ekki þeim kröfum sem gerðar eru til vega í dag. Miklidalur er fjölfarnasti fjallvegur Vestfjarða og nauðsynlegt að tryggja öruggar samgöngur á þessari leið sem kostur er vegna mikilvægis hennar sem tenging milli þéttbýlisstaða á sunnanverðum Vestfjörðum.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að bæta vegasamgöngur við sunnanverða Vestfirði sem allra fyrst. Sú staða sem komin er upp vegna þess að Reykhólahreppur hefur dregið að taka ákvörðun um veglínu nýlagningar á Vestfjarðavegi 60 setur allar áætlanir um uppbyggingu vegarins og fjármögnun þessara framkvæmda í uppnám. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps harmar það rof á áratuga samstöðu þessara þriggja sveitarfélaga um vegabætur á Vestfjarðavegi 60, sem virðist vera orðið með drætti á ákvörðun Reykhólahrepps og hvetur sveitarstjórn Reykhólahrepps til þess að standa við fyrri ákvörðun sveitarstjórnar þannig að framkvæmdir geti hafist sem allra fyrst. Samgöngur við sunnanverða Vestfirði samkvæmt Þ-H leiðinni, eru gríðarlega mikilvægar og brýnt að þar takist vel til með veghönnun og lagningu með framtíðarnotkun vegarins í huga, öllum íbúum sunnanverðra Vestfjarða til hagsbóta."

Í ljósi tíðinda dagsins og niðurstöðu „valkostagreiningar“ Reykhólahrepps vill Bæjarstjórn Vesturbyggðar bæta við eftirfarandi:
Hver er réttur samfélagsins á sunnanverðum Vestfjörðum þegar kemur að skoðun á samfélagslegum áhrifum í valkostagreiningunni? Er kostnaður af frestun framkvæmda og áhrif þess á samfélagið á Vestfjörðum einn matsþátta, eða er enn og aftur réttur okkar fyrir borð borinn þegar kemur að þessum mikilvægu samgöngubótum?

Fundargerðin samþykkt samhljóða.





Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun