Hoppa yfir valmynd

Fasteignir Vesturbyggðar ehf. - Rekstur og fjárhagsstaða.

Málsnúmer 1811037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

7. nóvember 2018 – Fasteignir Vesturbyggðar

Lagt fram til kynningar staða rekstur fyrir fyrstu níu mánuði ársins.




13. desember 2018 – Fasteignir Vesturbyggðar

Gerður B. Sveinsdóttir starfandi skrifstofu- og fjármálastjóri, mætti á fundinn og fór yfir rekstur og fjárhagsstöðu félagsins miðað við árslok 2017. Skuld félagsins við Vestubotn 17.170.702 kr., skuld félagsins við Vesturbyggð 23.000.000 kr. og yfirdráttur á reikningi félagsins 5.000.000 kr.

Stjórn félagsins leggur áherslu á að greiða niður skuld félagsins við Vesturbotn.

Stjórn félagsins vísar því til bæjarráðs að tekið verði til skoðunar að færa niður skuld félagsins við sveitarfélagið vegna ófyrirséðs viðhalds á árinu 2017.

Fjárhagsáætlun 2019 lögð fram til kynningar og umræður um hana. Fyrirliggjandi framlög skv. fjárhagsáætlun 2019 munu ekki standa undir nauðsynlegum viðhaldsverkefnum á eignum félagsins. Framkvæmdastjóra falið að kanna möguleika félagsins til lántöku til að fara í nauðsynlegt viðhald á árinu 2019.