Hoppa yfir valmynd

Araklettur bílastæði - Uppástungur um úrbætur bílastæðamála við leikskólann

Málsnúmer 1811048

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. nóvember 2018 – Bæjarráð

Lagðar fyrir tölvupóstur dags. 26.10.2018 með tillögum að úrbótum í bílastæðamálum við leikskólann skv. niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal foreldra leikskólabarna við Araklett. Niðurstöðum könnunarinnar vísað til Skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar.




7. desember 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Teknar fyrir ábendingar frá foreldrafélagi leikskólans varðandi umferðaröryggismál við leikskólann Araklett á Patreksfirði dags. 24.10.2018.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar framkomnar ábendingar. Skipulags- og umhverfisráð leggur til að eingöngu verði heimilt að keyra út af bílastæðinu inn á þjóðveginn, ekki inn á bílastæðið beint af þjóðveginum, samhliða þessari breytigu verði settar upp viðeigandi merkingar og útafakstur þrengdur. Ennfremur felur ráðið forstöðumanni tæknideildar að vinna tillögu að bættri lýsingu á svæðinu í samráði við Orkubú Vestfjarða.




26. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lagður fyrir tölvupóstur dags. 26. október 2018 með tillögum að úrbótum í bílastæðamálum við leikskólann Araklett skv. niðurstöðu könnunar meðal foreldra leikskólabarna. Þá var lögð fyrir bókun skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt er til að eingöngu verði heimilt að keyra út af bílastæðinu og inn á þjóðveginn, en ekki inn á bílastæðið beint af þjóðveginum. Samhliða breytingunni verði settar upp viðeigandi merkingar, útafakstur þrengdur og bætt verði lýsing á bílastæðinu. Þá var lagður fram tölvupóstur Vegagerðarinnar þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við breytinguna. Einnig var lagður fram tölvupóstur leikskólastjóra dags. 11. febrúar 2019 vegna slysahættu við leikskólann.

Bæjarráð felst á að innkeyrsla af þjóðvegi inná bílastæði leikskólans verði óheimil og felur forstöðumanni tæknideildar að vinna að breytingunni, jafnframt er forstöðumanni tæknideildar falið að vinna að bættri lýsingu á bílastæði við leikskólann.