Hoppa yfir valmynd

Fremri Hvesta - Skógræktaráform

Málsnúmer 1811052

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. nóvember 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram erindi frá Jóni Bjarnasyni, Hvestu. Í erindinu er tilkynnt um skógræktaráform á um 54 ha svæði í landi Fremri Hvestu, jafnframt er óskað eftir afstöðu um hvort framkvæmdin sé framkvæmdaleyfisskyld.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en metur sem svo að áformin séu framkvæmdaleyfisskyld. Óskað er eftir að skilað verði inn framkvæmdaleyfisgögnum ásamt umsögnum hlutaðeigandi stofnanna, Minjastofnunar vegna fornminja, Náttúrustofu Vestfjarða vegna náttúrufars á svæðinu sem og Umhverfisstofnunar þar sem svæðið er skráð á náttúruminjaskrá.