Hoppa yfir valmynd

Hvestuvirkjun. Ósk um breytingu á deilskipulagi.

Málsnúmer 1811081

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. nóvember 2018 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið yfir erindi Kjartans Árnasonar fh. Jóns Bjarnasonar og Höllu Hjaltadóttur, dagsett 10.10.2018. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Hvestuvirkjunar í Arnarfirði. Meðfylgjandi er uppdráttur og greinargerð dagsett 10.10.2018 ásamt úrskurði Skipulagsstofnunar um matsskyldu frá árinu 2006. Óskað er eftir að farið verði með tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi.
Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir nýrri stíflu Hvestustíflu 2 og nýju stöðvarhúsi.
Stíflan verður 25 m löng og hæsti punktur hennar verður í 18 m.y.s. Byggingarreitur stöðvarhúss verður 50 m2. Uppsett afl virkjunar verður allt að 195 kW.

Skipulags- og umhverfisráð frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari upplýsinga.




11. janúar 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir að nýju erindi Kjartans Árnasonar fh. Jóns Bjarnasonar og Höllu Hjartardóttur, dagsett 10.10.2018. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Hvestuvirkjunar í Arnarfirði. Meðfylgjandi er lagfærður uppdráttur og greinargerð dagsett 10.10.2018. Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir nýrri stíflu Hvestustíflu 2 og nýju stöðvarhúsi. Stíflan verður 25 m löng og hæsti punktur hennar verður í 18 m.y.s. Byggingarreitur stöðvarhúss verður 50 m2. Uppsett afl virkjunar verður allt að 195 kW.

Óskað var eftir að farið verði með tillöguna sem óverulega breytingu á deiliskipulagi en eftir nánari eftirgrennslan skipulagsfulltrúa þá skal breytingin auglýst sem veruleg breyting á deiliskipulagi.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna og beinir því til bæjarstjórnar að hún verði auglýst skv. 41. gr. og hún verði einnig send til umsagnaraðila. Ennfremur er bent á að framkvæmdin fellur undir c-flokk framkvæmda og ber að tilkynna til sveitarfélagsins skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.