Hoppa yfir valmynd

Karlar í skúrnum - verkefni Rauða krossins

Málsnúmer 1811138

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. desember 2018 – Bæjarráð

Tekið fyrir erindi Einars Skarphéðinssonar, dags. 29 nóvember 2018 vegna verkefnisins Karlar í skúrnum, sem er alþjóðlegt verkefni á vegum Rauða krossins. Verkefnið snýr að því að karlar, 18 ára og eldri, sem einhverra hluta vegna hafa dottið út af vinnumarkaði vegna aldurs eða veikinda geta hisst og haft eitthvað fyrir stafni. Sambærilegt verkefni er rekið í Hafnarfirði. Hugmyndin hefur verið rædd meðal nokkurra íbúa og hafa þeir sýnt verkefninu mikinn áhuga en það er allt unnið í sjálfboðastarfi. Svo hrinda megi verkefninu af stað þarf að finna því hentugt húsnæði. Óskað er eftir að Vesturbyggð leggi verkefninu til húsnæði þar sem er gott aðgengi en fyrsta verkefni hópsins yrði að koma húsnæðinu í stand.

Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina og felur bæjarstjóra að vinna að málinu í samráði við bréfritara.
12. febrúar 2019 – Bæjarráð

Bæjarstjóri upplýsti bæjarráð um vinnslu málsins og lagði fram tillögu að húsnæði fyrir verkefnið í Verbúð á Patreksfirði. Bæjarráð vísar erindinu til hafna- og atvinnumálaráðs til umfjöllunar.
18. febrúar 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekið fyrir erindi Einars Skarphéðinssonar, dags. 29 nóvember 2018 vegna verkefnisins Karlar í skúrnum, sem er alþjóðlegt verkefni á vegum Rauða krossins. Verkefnið snýr að því að karlar, 18 ára og eldri, sem einhverra hluta vegna hafa dottið út af vinnumarkaði vegna aldurs eða veikinda geta hisst og haft eitthvað fyrir stafni. Sambærilegt verkefni er rekið í Hafnarfirði. Hugmyndin hefur verið rædd meðal nokkurra íbúa og hafa þeir sýnt verkefninu mikinn áhuga en það er allt unnið í sjálfboðastarfi.

Bæjarráð fól bæjarstjóra að finna að málinu í samráði við bréfritara og fór bæjarstjóri yfir hugmyndir um að nýta bil í Verbúð fyrir verkefnið.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að ganga frá leigusamningi við Rauða krossinn. Þá tekur hafna- og atvinnumálaráð jákvætt í að leggja styrk til að koma rýminu í viðunandi horf fyrir starfsemina, s.s. setja upp ofna í rýminu og loka hurðagati milli rýma.