Hoppa yfir valmynd

Afmælisgjöf til Björgunarsveitarinnar Blakks til kaupa á aukabúnaði á björgunardróna

Málsnúmer 1811139

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. desember 2018 – Bæjarráð

Tekin fyrir fyrirspurn vegna afmælisgjafar sveitarfélagsins til Björgunarsveitarinnar Blakks sem varð 50 ára á árinu 2018. Bæjarstjóri hafði óskað eftir tillögum frá björgunarsveitinni hvers konar gjöf ætti að vera um að ræða. Hefur sveitin óskað þess að Vesturbyggð styrki björgunarsveitina með gjöf til kaupa á búnaði fyrir björgunardróna sem sveitin er að fá afhentan á næstunni.

Bæjarráð tekur jákvætt í beiðnina og samþykkir 100.000 króna gjöf uppí kaup á búnaði til Björgunarsveitarinnar Blakks í tilefni afmælisins.