Hoppa yfir valmynd

Könnun um nöfn á nýbýlum og breytingar á nöfnum býla

Málsnúmer 1812001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. janúar 2019 – Bæjarráð

Lagðir fram tölvupóstar dags. 17. janúar sl. og 27. nóvemer sl. frá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þar sem óskað er eftir upplýsingum um eftirfarandi á tímabilinu frá 17. mars 2015, þegar ný lög um örnefni tóku gildi þar til nú.
1) Nöfn á nýjum lögbýlum eða nýjum lögheimilum á lóðum í dreifbýli í sveitarfélaginu ásamt dagsetningu skráningar.
2) Breytingar á nöfnum býla í sveitarfélaginu, þ.e. lögbýla eða annarra býla í dreifbýli þar sem fólk á lögheimili, ásamt dagsetningu skráningar.
3) Rökstuðning eða skýringu á vali nafns sem fylgdi umsóknum um ný eða breytt nöfn, sbr. liði 1) og 2).
4) Tilvik um að umsóknum um ný eða breytt nöfn hafi verið hafnað og ástæður þess að þeim var hafnað.

Bæjarráð felur forstöðumanni tæknideildar að svara erindinu.