Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 54

Málsnúmer 1812002F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. desember 2018 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 9 töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, FM, ÁS, ÞSÓ og MÓÓ.

Liður 1, málsnr. 1811048. Araklettur bílastæði - Uppástungur um úrbætur bílastæðamála við leikskólann. Bókun skipulags og umhverfisráðs vísað aftur til bæjarráðs.

Liður 4, málsnr.1812018. Erindi frá Gunnari F. Sverrissyni f.h. Landsbankans hf. Í erindinu er sótt um lóðarleigusamning fyrir Lönguhlíð 12 á Bíldudal. Erindinu fylgir lóðaruppdráttur.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 5, málsnr.1612015. Deiliskipulag íbúðabyggðar og ofanflóðavarnargarða - Urðir, Mýra tekið fyrir að nýju eftir auglýsingu. Tillagan var auglýst frá 8. október til 19. nóvember 2018. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Veðurstofu Íslands. Umsagnir leiddu ekki til breytinga á auglýstum gögnum. Opið hús var haldið fimmtudaginn 4. október sl.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Liður 6, málsnr. 1812022. Erindi frá Vesturbyggð. Í erindinu er sótt um heimild til útgáfu lóðarleigusamninga fyrir Aðalstræti 110 og 112 á Patreksfirði. Erindinu fylgja lóðarblöð sem sýna nýja afmörkun lóðanna.
Bæjarstjórn samþykkir erindið.

Liður 7, málsnr. 1804033. Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Klif-snjóflóðavarnargarðar. Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. október til 5. nóvember. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Liður 8, málsnr. 1804032. Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði. Deiliskipulagsbreyting, skipulagsmörk. Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 8. október til 5. nóvember. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Liður 9, málsnr. 1806001. Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Langholts-Krossholts, lóðarstækkun. Breytingartillagan var grenndarkynnt frá 5. september til 26. september. Engar athugasemdir bárust við auglýsinguna.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Fundargerðin samþykkt samhljóða.