Hoppa yfir valmynd

Kollsvík, Sjóvörn. Umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 1812023

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. janúar 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Fannari Gíslasyni f.h. Vegagerðarinnar. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir 80m sjóvörn í Kollsvík framan við fornminjar í landi Láganúps. Um 1100m3 af grjóti úr vegskeringu verður notað í vörnina. Verkefnið er unnið í samráði við Vesturbyggð, Minjastofnun og landeiganda. Umsókninni fylgja yfirlitsuppdráttur sem og afstöðumynd.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar samþykki Minjastofnunar liggur fyrir.