Hoppa yfir valmynd

SEEDS - Beiðni um samstarf á árinu 2019

Málsnúmer 1812036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. janúar 2019 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Jóhanni Engilbertssyni þar sem óskað er eftir samstarfi við Vesturbyggð vegna sjálfboðaliða frá SEEDS sem munu vinna að við haldi bygginga Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal sumarið 2019. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar málinu til menninga- og ferðamálaráðs.




12. febrúar 2019 – Menningar- og ferðamálaráð

Menningar- og ferðamálaráð tekur vel í þetta verkefni og leggur til að bæjarráð samþykki að fá 1-3 hópa sumarið 2019, þ.á.m. einn hóp í Selárdal skv. fyrirliggjandi umsókn.




26. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Ólafi Jóhanni Engilbertssyni þar sem óskað er eftir samstarfi við Vesturbyggð vegna sjálfboðaliða frá SEEDS sem munu vinna að við haldi bygginga Listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal sumarið 2019. Menningar- og ferðamálaráð tók vel í verkefnið og lagði til á fundi sínum 12. febrúar 2019 að 1-3 hópar yrðu styrktir sumarið 2019, þ.á.m. einn hóp í Selárdal.

Bæjarráð samþykkir beiðni um samstarf og felur bæjarstjóra að vera í sambandi við Ólaf J. Engilbertsson um nánari útfærslu.