Hoppa yfir valmynd

Skipulags og umhverfisráð - 55

Málsnúmer 1901002F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. janúar 2019 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 6 töluliðum.
Til máls tók: Forseti.

Liður 1, málsnr. 1811081. Tekið fyrir erindi Kjartans Árnasonar fh. Jóns Bjarnasonar og Höllu Hjartardóttur, dagsett 10.10.2018. Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Hvestuvirkjunar í Arnarfirði. Meðfylgjandi er lagfærður uppdráttur og greinargerð dagsett 10.10.2018. Breytingin felur í sér að gert er ráð fyrir nýrri stíflu Hvestustíflu 2 og nýju stöðvarhúsi. Stíflan verður 25 m löng og hæsti punktur hennar verður í 18 m.y.s. Byggingarreitur stöðvarhúss verður 50 m2. Uppsett afl virkjunar verður allt að 195 kW.
Bæjarstjórn samþykkir deiliskipulagið og felur skipulagsfulltrúa að senda það til Skipulagsstofnunar til afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Liður 3, málsnr. 1809028. Bæjarstjórn heimilar að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 og að heimilað verði að gera deiliskipulag af svæðinu með vísan í svar Skipulagsstofnunar við fyrirspurn skipulagsfulltrúa um málsmeðferð sem barst með tölvupósti. Ennfremur er bent á að framkvæmdin fellur undir c-flokk framkvæmda og ber að tilkynna til sveitarfélagsins skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Ekki er heimilt að veita byggingarleyfi fyrir viðbyggingu fyrr en skipulagsmál eru frágengin og því allar framkvæmdir við viðbyggingu óheimilar.
Samþykkt samhljóða.

Liður 4, málsnr. 1812023. Erindi frá Fannari Gíslasyni f.h. Vegagerðarinnar. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir 80m sjóvörn í Kollsvík framan við fornminjar í landi Láganúps. Um 1100m3 af grjóti úr vegskeringu verður notað í vörnina. Verkefnið er unnið í samráði við Vesturbyggð, Minjastofnun og landeiganda. Umsókninni fylgja yfirlitsuppdráttur sem og afstöðumynd.
Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfis.

Liður 5, málsnr. 1901003. Erindi frá Guðbjörgu Guðmundsdóttur, Landform ehf. f.h. Jóns Bjarnasonar, Hvestu. Í erindinu er sótt um stofnun 3,97ha lóðar úr landi Fremri-Hvestu neðan Andahvilftar. Erindinu fylgir lóðarblað.
Bæjarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar með sex greiddum atkvæðum JG situr hjá við atkvæðagreiðslu.

Liður 6, málsnr. 1809041. Erindi frá Bjarna S. Hákonarsyni dags. 5. júlí 2018. Í erindinu er óskað eftir stofnun lóðar úr landi Haga(L139802) vegna fjarskiptamasturs fyrir Neyðarlínuna sem fyrirhugað er að reisa við Hagavaðal.
Bæjarstjórn samþykkir stofnun lóðarinnar.

Fundargerð samþykkt samhljóða.