Hoppa yfir valmynd

Ósk um bráðabirgðaleyfi fyrir steypustöð.

Málsnúmer 1901007

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. janúar 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Jóni Bjarnasyni f.h. Lás ehf. Í erindinu er sótt um tímabundna heimild til að setja niður steypustöð fyrirtækisins á lóðina Hóll lóð 1 sem einnig er í eigu fyrirtækisins. Steypustöðin er í dag staðsett við Strandgötu 10-12, Bíldudal. Staðsetningin er hugsuð til bráðabirðga á meðan unnið verði að uppsetningu á nýrri steypustöð fyrirtækisins sem mun rísa á Járnhól 14-16 og er áætlað að sú stöð verði komin í gagnið haustið 2019.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið.