Hoppa yfir valmynd

Áskorun frá starfsfólki Arakletts

Málsnúmer 1901045

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. febrúar 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð

1. Árið 2019 er þriðja árið sem rúllandi tímabil er við lýði um sumarlokun Arakletts. Tímabilin eru þrjú, miðjan júní, miðjan júlí, allur júlí, miðjan júlí- miðjan ágúst. Starfsfólki hefur verið málið ljóst síðan veturinn 2017 þegar rúllandi 3 tímabil var ákveðið.
2. Samskonar erindi varðandi breytingar á sumarleyfum Arakletts var tekið fyrir í nóvember sl. en erindið var frá leikskólastjórnendum þar sem fram komu óskir starfsmanna eins og núna er lagt fram. Flestir núverandi starfsmenn hafa mas. ráðið sig til starfa við leikskólann eftir að reglur um rúllandi 3 tímabil sumarlokunar tók gildi og hafi mátt vera ljóst hverju þau réðu sig að. Ljóst er að 2 ár af þremur eru í anda þess sem starfsfólk er nú að óska eftir að festa í eitt tímabil júlí- miðjan ágúst.
3. Árið 2017 var sumarlokun 3 vikur og 4. vikan var valkvæð fyrir eða eftir lokun. Í nóvember sl. var orðið við ósk lengri lokun með því að loka í 4 vikur, en ekki 3 vikur eins og 2 árin á undan. Það var gert til að koma til móts við starfsfólk og stjórnendur. Það fyrirkomulag að loka leikskóla ávallt 5 vikur í júli er ekki í anda þess vinnumarkaðar sem foreldrar í Vesturbyggð og þjónustuþegar starfa undir.
4. Í framhaldi af erindi leikskólastjórnenda í nóv. var gerð könnun um afstöðu foreldra. Niðustöður þeirrar könnunar var sú meirihluti foreldra voru ánægðir með núverandi fyrirkomulag um rúllandi tímabil og vildu ekki gera breytingar á því. Sú afstaða foreldra studdi ákvörðun nefndarinnar um óbreytt fyrirkomulag um rúllandi 3 tímabil eins og ákveðið var 2017.
Með vísan í áðurnefnd atriði 1.-4. Er niðurstaðan að ákvörðun nefndarinnar um sumarlokun 2019 stendur.