Hoppa yfir valmynd

Nemendur FSN - ósk um aðstöðu í Vest-End

Málsnúmer 1901056

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. janúar 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir minnisblað dags. 10. janúar sl. unnið af Páli Vilhjámssyni, Íþrótta- og tómstundafulltrúi í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Í minnisblaðinu er farið yfir fund Páls með fulltrúum nemenda við Patreksfjarðardeild Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Ráðið óskaði eftir því að hafa afdrep og aðstöðu í félagsmiðstöðinni Vest-End einu sinni í viku til að hittast og fyrir einhverskonar viðburði. Farið er þess á leit að Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur kosti til starfsmann til að vera með krökkunum eitt kvöld í viku. Bæjarráð samþykkir tvö kvöld í mánuði í þrjá mánuði til reynslu. Páli Vilhjálmssyni falið að útfæra verkefnið í samstarfi við nemendur og upplýsa bæjarráð um reynsluna í lok tímabilsins.