Hoppa yfir valmynd

Fimleikafélag Vestfjarða - beiðni um stuðning

Málsnúmer 1901057

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. janúar 2019 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 24. janúar sl. þar sem Telma Snorradóttir f.h Fimleikafélags Vestfjarða óskar eftir styrk frá Vesturbyggð til að standa undir rekstri félagsins. Bæjarráð hefur áður samþykkt styrk í formi endurgjaldslausri notkun á íþróttamannvirkjum í Vesturbyggð. Vísað til fræðslu- og æskulýðsráðs.




19. febrúar 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð

Styrkafgreiðsla vegna fimleika. Erindi vísað frá fundi bæjarráðs 29. Janúar sl. Lagður fram tölvupóstur dags. 24. janúar sl. þar sem Telma Snorradóttir f.h Fimleikafélags Vestfjarða óskar eftir styrk frá Vesturbyggð til að standa undir rekstri félagsins. Bæjarráð hefur áður samþykkt styrk í formi endurgjaldslausri notkun á íþróttamannvirkjum í Vesturbyggð. Vísað til fræðslu- og æskulýðsráðs.

Nefndin fagnar auknum fjölbreytileika í íþrótta og tómstundaiðkun barna á sunnanverðum Vestfjörðum með tilkomu fimleikafélagsins og hrósar Telmu fyrir ötult frumkvöðlastarf og hvetur hana áfram til dáða.
Bæjarráð hefur núþegar veitt fimleikafélaginu endurgjaldslausa húsaleigu í Bröttuhlíð fyrir æfingar félagsins. Nefndin sjálf hefur ekki með fjárveitingu til handa félögum að gera, en bendir bréfritara á að sækja um rekstrarstyrk fyrir fjárhagsáætlun 2020 eins og fleiri félög gera á hverju ári.