Hoppa yfir valmynd

Araklettur - skipan starfshóps

Málsnúmer 1901058

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. janúar 2019 – Bæjarráð

Skipaður starfshópur um leikskólamál á Patreksfirði i ljósi þess að fyrirséð er að ekki verður hægt að taka við börnum inn á leikskólann Araklett ef ekkert verður gert. Leikskólinn er fullur og munu einungis þrjú börn hefja grunnskólagöngu í Patreksskóla í haust en mun fleiri börn bíða eftir leikskólaplássi. Starfshópinn skipa, Elfar Steinn Karlsson, forstöðumaður tæknideildar, Svanhvít Skjaldardóttir, starfsmaður félagsþjónustu, og Guðrún Eggertsdóttir, formaður fræðslu- og æskulýðsráðs. Bæjarráð óskar eftir því að hópurinn skili tillögum til bæjarráðs fyrir 1. mars 2019.




19. febrúar 2019 – Fræðslu og æskulýðsráð

Á fundi bæjarráðs þriðjudaginn 29. janúar sl. var eftirfarandi vísað til fræðslu- og æskulýðsráðs. Skipaður var starfshópur um leikskólamál á Patreksfirði, i ljósi þess að fyrirséð er að ekki verður hægt að taka við börnum inn á leikskólann Araklett ef ekkert verður gert. Leikskólinn er fullur og munu einungis þrjú börn hefja grunnskólagöngu í Patreksskóla í haust en mun fleiri börn bíða eftir leikskólaplássi. Starfshópinn skipa, Elfar Steinn Karlsson, forstöðumaður tæknideildar, Svanhvít Skjaldardóttir, starfsmaður félagsþjónustu, og Guðrún Eggertsdóttir, formaður fræðslu- og æskulýðsráðs. Bæjarráð óskar eftir því að hópurinn skili tillögum til bæjarráðs fyrir 1. mars 2019.
Starfshópurinn hefur þegar tekið til starfa. Formaður fór yfir í stuttu máli hvað hefur verið gert. Haldnir hafa verið nokkrir fundir, fyrst með leikskólastjóra, skólastjóra og sérkennslukennara, auk Kristrúnu Lind hjá Tröppu. Nefndin er ennþá að störfum og skilar tillögum til bæjarráðs fyrir 1. Mars nk.
Undir þessum lið kom Kristún Lind Birgissdóttir frá Tröppu inn á fundinn í gegnum síma til að ræða við nefndina