Hoppa yfir valmynd

Norræna félagið - beiðni um styrk

Málsnúmer 1901059

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

29. janúar 2019 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Norræna félaginu í Vesturbyggð þar sem óskað er eftir styrk til að halda vinabæjarmót í Vesturbyggð sumarið 2019 að fjárhæð 500.000. Bæjarráð hafnar erindinu og vísar í bókun bæjarráðs frá 18. mars 2018 þar sem Vesturbyggð segir sig úr vinabæjarsamstarfinu.
12. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi Norræna félagsins dags. 1. febrúar 2019 þar sem félagið óskar eftir endurskoðun á ákvörðun bæjarráðs frá 29. janúar 2019, þar sem beiðni um styrk vegna vinarbæjarmóts var hafnað. Meðfylgjandi erindinu er afrit af bréfi Vesturbyggðar dags. 17. apríl 2018 þar sem kemur fram að Vesturbyggð styðji áfram starfsemi og verkefni Norræna félagsins. Bæjarráð samþykkir styrk að fjárhæð 200.000 fyrir árið 2019 en vísar í bókun bæjarráðs frá 18. mars 2018 þar sem Vesturbyggð segir sig úr vinabæjarsamstarfinu.