Hoppa yfir valmynd

Ósk um umsögn á tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi, 274. mál. - Velferðarnefnd Alþingis

Málsnúmer 1902003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 31. janúar sl. frá Velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um þingsályktun um mótun stefnu sem eflir fólk af erlendum uppruna til þátttöku í íslensku samfélagi. Mótuð verði stefnu fyrir einstaklinga og fjölskyldur af erlendum uppruna sem hafi það að markmiði að auka gagnkvæman skilning og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins. Sérstök áhersla verði lögð á félagsleg réttindi, heilbrigðisþjónustu, menntun og atvinnuþátttöku þannig að á Íslandi verði fjölmenningarsamfélag þar sem grundvallarstefin eru jafnrétti, réttlæti og virðing fyrir lífi án mismununar. Bæjarráð fagnar tillögunni og vísar henni til velferðaráðs til kynningar.
5. mars 2019 – Velferðarráð

Lagt fram til kynningar
9. apríl 2019 – Velferðarráð

Farið yfir þingsályktunartillöguna og greinagerð.