Hoppa yfir valmynd

Ósk um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna, 356. mál - Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis

Málsnúmer 1902004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. febrúar 2019 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 31. janúar sl. frá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna (kosningaaldur). Bæjarráð Vesturbyggðar fagnar því að ungt fólk fái aukið hlutverk við mótun samfélagsins. Verði frumvarpið óbreytt að lögum munu 16 ára einstaklingar fá kosningarétt við kosningar til sveitarstjórnar en verða ekki kjörgengir í sveitarstjórnarkosningum. Bæjarráð bendir á mikilvægi þess að einstaklingar sem taki þátt í sveitarstjórnarmálum hafi lagalega stöðu til að geta tekið ákvarðanir og þess sé sérstaklega gætt við afgreiðslu frumvarpsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda umsögn um frumvarpið og upplýsa Samband íslenskra sveitarfélaga um afstöðu bæjarráðs til frumvarpsins.